Á fundi ríkisstjórnar, aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga sem haldinn var síðdegis kynnti forsætisráðherra aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum.

Í tilkynningu frá ASÍ kemur fram að forsetar Alþýðusambands Íslands lýstu áhyggjum sínum af horfum í atvinnumálum á fundinum.    „Það er ástæða til að fagna tillögum ríkisstjórnarinnar sem miða að því að blása lífi í húsnæðismarkaðinn með því m.a. að auðvelda fólki aðgengi að lánsfé. Í tillögum ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í dag er verið að bregðast við ýmsum af þeim atriðum sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á í sínum málflutningi að undanförnu. Forsetar Alþýðusambandsins ítrekuðu á fundinum að þessar aðgerðir megi ekki skerða getu Íbúðarlánasjóðs til að sinna sínu hlutverki,“ segir í tilkynningu frá ASÍ.