Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú lokið vinnu við skýrslu sem mun nýtast í komandi kjaraviðræðum. Með skýrslunni er vonast til að bæta megi kjarasamningarferlið og breyta vinnubrögðum. Í skýrslunni er unnið upp úr nýjustu gögnum frá Hagstofu Íslands, Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Skýrslan fjallar um efnahagsþróun og launaþróun frá árinu 2006. Fram kemur að laun félagsmanna Alþýðusambands Íslands hjá ríkinu hækkuðu mest frá árinu 2006 en hækkuðu minnst hjá félagsmönnum Kennarasambands Íslands hjá ríkinu.

Meðallaun félagsmanna ASÍ voru lægst og voru að meðaltali 254 þúsund og hæst hjá Bandalagi háskólamanna, 471 þúsund á mánuði.

Að skýrslunni komu ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA, Samband íslenskra sveitafélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytið.