Á nýafstöðu þingi Alþýðusambands Íslands (ASÍ) var samþykkt ályktun þar sem tvöföldu heilbrigðiskerfi er hafnað, þar sem slíkt bjóði aðeins upp á enn meiri mismunun í samfélaginu og rjúfi þjóðarsátt um að allir Íslendingar eigi jafnan rétt á heilbrigðisþjónustu.

Í ályktuninni segir að nú þegar sé sú staða upp að efnaminna fólk þurfi að neita sér um heilbrigðisþjónustu og lyf vegna kostnaðar á meðan þeir efnameiri geti keypt sér forgang og betri þjónustu. Með þessu sé rofinn áratuga samfélagssáttmáli um aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu.

Segir jafnframt að heilbrigðiskerfið eigi að fjármagna úr sameiginlegum sjóðum og nauðsynlegt sé að forgangsraða í opinberum rekstri svo öllum verði aftur tryggð heilbrigðisþjónusta í fremstu röð. Til þess þurfi meðal annars að hefjast nú þegar handa við byggingu á nýjum Landspítala.