Gengi krónunnar hefur undanfarna mánuði styrkst umtalsvert og er gengisvísitalan nú um 11% lægri en í upphafi árs. Þrátt fyrir þetta sjást lítil merki um að þessi styrking skili sér í verði innfluttra vara, að því er segir á vefsíðu ASÍ . Tilefnið eru nýjar verðbólgutölur frá Hagstofunni, eins og vb.is greindi frá í da g mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,3%.

Í heildina hafa innfluttar vörur samkvæmt neysluverðsvísitölu hækkað um 2,5% frá því í janúarmánuði. Innfluttar mat- og drykkjarvörur (að grænmeti undanskyldu) hafa hækkað um 0,8% á sama tímabili, verð nýjum bílum er nánast hið saman nú og í upphafi árs og bílavarahlutir hafa hækka um 2,6%.

Í frétt ASÍ segir að þessi þróun veki upp spurningar um hvar orðið hafi um fyrirheit um aðhald í verðlagsmálum sem samstaða hafi verið um við endurskoðun kjarasamninga í upphafi árs. Launafólki sé með þessu gefið langt nef.