Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún mótmælir harðlega „aðför Primera Air að réttindum launafólks hér á landi“.

Þá segir í tilkynningunni að upplýst hafi verið um að Primera Air byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félaglagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugfélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins.

Þar segir enn fremur að áhafnir flugvéla sem Primera Air notast við eigi tímabundið eða varanlega starfsstöð hér á landi eigi því að lúta íslenskum lögum.

ASÍ skorar á íslensk stjórnvöld í því ljósi að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva „brotastarfsemi“ félagsins þegar í stað og að til þess séu heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007.