*

laugardagur, 18. september 2021
Innlent 6. janúar 2016 14:09

ASÍ vill gera út af við kennitöluflakk

Alþýðusamband Íslands gagnrýnir „andvaraleysi“ og „langlundargeð“ stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki.

Ritstjórn
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ
Haraldur Guðjónsson

Í nýrri grein á vef Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir að samtökin fagni þeirri þjóðfélagsumræðu sem myndast hefur eftir að ríkisskattstjóri benti á samfélagslegt tjón sem verður af kennitöluflakki. Þetta gerði ríkisskattstjóri í nýjasta tölublaði Tíundar, fréttablaði stofnunarinnar.

Í tímaritinu tíundar ríkisskattstjóri efnahagsleg áhrif kennitöluflakksins - og metur sem svo að það sé um 80 milljarðar árlega.

Í grein ASÍ segir meðal annars að sambandið hafi lengi gagnrýnt „andvaraleysi og ótrúlegt langlundargeð stjórnvalda gagnvart kennitöluflakki”, og að meðal annars hafi samtökin gefið út 16 liða aðgerðaráætlun til að sporna við athæfinu.

Kennitöluflakk svokallað er skipulögð aðgerð eigenda félags, þar sem verðmætar eignir félagsins eru fluttar yfir í annað félag, meðan skuldir þess eru skildar eftir. Því næst er félaginu skuldsetta skipt til þrota, en ekki situr mikið eftir kröfuhöfum til handa.