Asísk hlutabréf voru nærri núllinu í dag, en MSCI Asia Pacific vísitalan, utan Japans þar sem markaðir eru lokaðir í dag, hafði lækkað um 0,2% skömmu fyrir lokun markaða. Þetta er lægsta gildi vísitölunnar síðan 20. desember og bréf í u.þ.b. fimm félögum lækkuðu í verði á móti þremur sem hækkuðu.

Í frétt Bloomberg-fréttaveitunnar segir að skipasmíðastöðvar og olíuframleiðendur hafi leitt lækkunina, eftir að Goldman Sachs lækkaði spá sína fyrir hagvöxt í Asíu, vegna væntinga um samdrátt í Bandaríkjunum. Hyundai Heavy Industries, stærsta skipasmíðafyrirtæki heims, lækkaði meira í dag en það hafði gert í fimm mánuði, þar sem fjárfestar hafa áhyggjur af því að pantanir fari dvínandi.