Asíuríkin munu halda uppi meðalhagvexti heimshagkerfisins á næstu tveimur árum, samkvæmt hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem birt var í dag. Fram kemur í spánni að Kínverjar munu leiða lestina og önnur Asíu fylgja á eftir. Öðru máli gegnir um evrusvæðið, sem mun áfram glíma við samdrátt og aðrar afleiðingar skuldakreppunnar. Bandaríkja dagblaðið Wall Street Journal fjallar um málið á vef sínum í dag.

OECD gerir ráð fyrir því að hagvöxtur í Kína verði 7,5% á þessu ári en jafn lítill vöxtur hefur ekki sést þar í landi í áratug. OECD spáir því að á næsta árið muni stjórnvöldum takast að koma hagkerfinu á réttan kjöl, eftirspurn taka við sér og hagvöxtur aukast í samræmi við það. Búist er við að hagvöxtur verði 8,5% í Kína strax á næsta ári og og 8,9% árið 2014. Þetta er öllu bjartsýnni spá en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti á dögunum en hún hljóðaði upp á 8,2% hagvöxt í Kína á næsta ári. Í hagspá AGS er hins vegar varað við hugsanlegri verðhjöðnun á fasteignamarkaði sem hætt er við að gæti komið niður á hagvextinum.