Arðsemi eigin fjár breska bankarisans HSBC af starfsemi bankans í Asíu gæti orðið 18-20% á næstu árum að sögn Peter Wong, forstjóra HSBC í Asíu. Bloomberg greinir frá þessu og vitnar í viðtal við Wong en arðsemi bankans í Asíu á síðasta ári var 21,1%, meira en tvöfalt meiri en á öðrum starfsvæðum bankans.

Ummæli Wong þykja merkileg í ljósi þess að forstjóri HSBC (sem stendur fyrir Hong Kong and Shanghai Banking Corporation) lýsti því yfir í gær að áður tilgreind vaxtarmarkmið bankans væru óraunhæf þar sem eftirlitsaðilar þrýsta nú á um að bankar haldi hærra eiginfjárhlutfalli en áður og ekki mætti búast við meiri arðsemi eigin fjár en 15% á ári.

HSBC er sjötti stærsti banki heims samkvæmt lista Forbes yfir 2000 stærstu fyrirtæki heims þar sem bankinn er í 8. Sæti.