Bankar og fjármálafyrirtæki áttu mestan þátt í að lyfta DJ Asia-Pacific vísitölunni um 2% í dag. Vonir standa til að ríkið grípi til frekari aðgerða til að losa fjármálageirann við eitruð lán, að því er segir í frétt MarketWatch. Markaðurinn í Japan hækkaði um 3,2%, Um 2,2% í Sjanghæ og um 1,4% í Hong Kong. Markaðir í Asíu hafa farið hækkandi síðustu daga og MarketWatch hefur eftir sérfræðingi að svo virðist sem markaðurinn sé ekki keyrður áfram á góðum fréttum heldur skorti á slæmum fréttum.

Euronext 100 vísitalan í Evrópu hefur lækkað um 1,3% þegar þetta er ritað. Að sögn MarketWatch hafa hlutabréf málmframleiðenda verið meðal þeirra sem leiða lækkanir í álfunni.