Hlutabréfavísitölur í Asíu tóku stökk upp á við í dag eftir að kínversk stjórnvöld tilkynntu í gær um tæplega 600 milljarða dala björgunarpakka til handa fjármálakerfi landsins.

Þannig hækkaði MSCI Kyrrahafsvísitalan um 3,1% í dag en að sögn Bloomberg fréttaveitunnar hefur vísitalan engu að síður lækkað um 43% það sem af er þessu ári. Viðmælendur Bloomberg telja þó að eftir björgunaraðgerðir í Kína komist ró á markaði á næstu vikum.

Í Japan hækkaði Nikkei vísitalan um 5,8%, í Hong Kong hækkaði Hang Seng vísitalan um 4,8% og í Kína hækkaði CSI 300 vísitalan um 7,4%.

Í Singapúr hækkaði Straits vísitalan um 1,7% og í Ástralíu hækkaði S&P 200 vísitalan um 1,4%.