Hlutabréfamarkaðir í Asíu lækkuðu mikið í viðskiptum næturinnar. Björgun þýska fjármálafyrirtækisins Hypo Real Estate og hrókeringar með eignir Fortis höfðu neikvæð áhrif á fjárfesta. Bloomberg segir frá þessu.

Asíska MSCI-vísitalan fell um 4,1% og stefnir á sitt lægsta gildi síðan 2005. Nikkei í Japan féll um 4,2%. Japanska Topix-vísitalan fell um 4,7% og hefur ekki verið lægri síðan í desember 2003. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu féll um 4,3% og gjaldmiðill landsins veiktist um 3,7%.

Kínverska CSI 300-vísitalan féll um 4,5%, en ekki hefur verið opið fyrir viðskipti í Kína í viku vegna opinberra frídaga.