Hlutabréfavísitölur í Asíu fóru ekki allar í sömu átt.

Kínverska vísitalan Hang Seng hækkaði um 3,1% og Singapore Straits Times vísitalan, sem mælir þróun hlutabréfa í Singapúr, hækkaði um 1,2%, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg.

Japanska vísitalan Nikkei 225 lækkaði hinsvegar um 3,55%

Lækkunina í Japan má rekja til þess að alþjóða hagkerfið er að hægja á sér, sem aftur leiddi af sér lækkandi hávöruverð. Aukin heldur lækkuðu Toyota og Olympus afkomuspá sína.