Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Asíu í dag eftir að hafa hækkað síðustu sex daga. Svissneski bankinn Credit Suisse lækkaði mat sitt á nokkrum japönskum fjárfestingafélögum í dag og hafði það töluverð áhrif á markaði að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

MSCI Kyrrahafs vísitalan lækkaði um 0,6% en hafði síðustu sex daga hækkað um 3,7%.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 0,8% og í Kína lækkaði CSI 300 vísitalan um 3,4% sem er mesta lækkun hennar fjórar vikur að sögn Bloomberg.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 2,2% og í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,3%. Þá lækkaði S&P 200 vísitalan í Ástralíu um 0,7%.