Hlutabréf í Asíu héldu áfram að lækka í dag í sjöunda daginn í röð. Nintendo og LG. Philips LCG leiddu lækkun framleiðanda rafmagnstækja í kjölfar samdráttar í sölu í Bandaríkjunum.

Seðlabanki Japan lækkaði í dag spá sína um vöxt efnahagslífsins þar í landi í dag og er þetta í fyrsta sinn í þrjú ár sem spáin er lækkuð. Lækkun spárinnar er talinn merki um að stýrivextir í Japan haldist óbreyttir, 0,5%, enn um sinn, samkvæmt því sem segir í frétta á Bloomberg.

Lítil hreyfing var á flestum vísitölum í Asíu í dag. TOPIX í Tókýó hækkaði lítillega í dag eða um 0,05% og NIKKEI 225 hreyfðist brot upp og hækkaði um 0,01%. HANG SENG í Hong Kong lækkaði um 0,05%.

CSI 300 í Kína hækkaði 1,8%.