Hlutabréf lækkuðu í Asíu í dag og hafa ekki lækkað jafn mikið í sex vikur að sögn Bloomberg fréttaveitunnar.

Þannig lækkaði MSCI Kyrrahafs vísitalan um 2% og hefur ekki lækkað jafn mikið á einum degi frá því um miðjan apríl.

Í Japan lækkaði Nikkei vísitalan um 2,3%, Í Kína lækkaði CSI 200 vísitalan um 3,1% og í Tælandi lækkaði SET vísitalan um 2,2%.

Þá lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,4%, í Singapúr lækkaði Straits vísitalan um 1,1% og í Ástralíu lækkaði S&P 200 vísitalan um 1,1% sömuleiðis.