Nikkei 225 hækkaði um 0,3% og lauk í 16.962,11. Vísitalan hefur hækkað sex viðskiptadaga í röð, um 3,3%. Greiningaraðilar telja að líkur séu á að vísitalan muni hækka áfram, þar sem talið er að seðlabanki Japans muni halda stýrivöxtum óbreyttum á morgun.

Talið er að fjárfestar muni leysa út hagnað í kjölfar hækkanna að undanförnu á næstunni, en að það verði hófleg sala.

Bifreiðaframleiðendur hækkuðu sérstaklega: Toyota hækkaði um 1,5%, Honda um 2,6%.

Raftækjaframleiðendur einnig: Toshiba hækkaði um 1,3%, Sony um 2,2% og Matsushita Electric Industrial um 0,6%.