Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,3% og lauk í 17261,35. Vísitalan hækkaði í kjölfar þess að fjárfestar keyptu í stálframleiðendum, fasteignafélögum og byggingarfyrirtækjum, bankar lækkuðu hinsvegar þar sem væntingar um að seðlabanki Japans muni hækka stýrivexti, segir í frétt Dow Jones.

Á meðal stálframleiðenda og byggingarfyrirtækja sem hækkuðu voru Nippon Steel (0,9%), JFE Holdings (1,4%), Shimizu (3,2%) og Kajima (1,9%).

Fasteignafyrirtækin Mitsubishi Estate og Mitsui Fudosan hækkuðu um 2,9% og 1,9%.

Shinsei Bank lækkaði um 6,1%, en bankinn lækkaði afkomuspá fjárhagsárs sem lýkur í mars.

Sanyo Electric hækkaði um 4,3% í kjölfar aukinnar bjartsýni um að umbótaáætlun fyrirtækisins muni skila árangri.