Nikkei 225 vísitalan hækkaði á fyrsta viðskipadegi ársins, eða um 0,7% og lauk í 17353,67. Útflutningsfyrirtæki hækkuðu mest, sérstaklega bifreiðaframleiðendur, og innlend fyrirtæki sem fara mikið eftir innlendri eftirspurn í kjölfar veikingar jensins og góðum afkomuspám.

Fjárfestar í Tókíó virðast vera bjartsýnir og létu ekki á sig fá fréttir sem birtust í dagblöðum yfir áramótin að seðlabanki Japans muni hækka stýrivexti um miðjan janúar.

Toyota hækkaði um 1,6%, Nissan um 1,5%, Fuji Heavy, sem framleiðir Subaru bifreiðar, hækkaði um 4,7%.