Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,7% og lauk í 16.371. Fjárfestar í Tókíó tóku sér varnarstöðu og varð aukning í fjárfestingum í dekkjaframleiðendum og raforkufyrirtækjum sem bjóða upp á hærri arðgreiðslur, en efnahagshorfur í Bandaríkjunum og í alþjóðaumhverfinu valda enn áhyggjum, segir í frétt Dow Jones.

Margir spá aukinni eftirspurn á heimamarkaði og fjárfestu því í minna mæli í útflutningsfyrirtækjum, byggt á þeirri spá að Bandaríkjadalurinn muni halda áfram að lækka. Greiningaraðilar telja þó að vísitalan verði í kring um 16.400 í desember.