Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 1,1% og lauk í 15.734,60.

Greiningaraðilar telja að vísitalan muni lækka áfram í næstu viku, en telja hún muni ekki fara lægra en 15.600. Bandaríkjadalurinn féll gagnvart jeninu í gær, en það varð til þess að bréf í bifreiða- og hátæknigeirunum lækkuðu. Sprengjuárásirnar í Bagdad eru einnig taldar hafa haft áhrif á viðskipti dagsins.

Toyota lækkaði um 1,7% og Kyocera lækkaði um 1,7%. Sumitomo Mitsui Financial lækkaði um 5% í kjölfars lélegs uppgjörs

Kauphöllinni í Tókíó verður lokað í dag vegna frídags.