Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 0,3% og lauk í 16.417,82. Vístitalan hafði fram að því hækkað þrjá daga í röð. Verksmiðjupantanir á íhlutum (e. machinery orders) voru undir væntingum í október, greiningaraðilar telja þó að Nikkei vístialan sé ekki hætt að hækka og að vísitalan gæti farið yfir 17.000 stiga markið á næstu vikum.

Tryggingarfélagið Misui Sumitomo Insurance lækkaði um 3,8% og Sompo Japan Insurance lækkaði um 2,4%.

Sanyo Electric lækkaði um 3%, en tilkynnt var um afturköllun 1,3 milljóna farsímarafhlaða sem Sanyo framleiðir á fimmtudaginn.

All Nippon Airways hækkaði um 1,2%, en flugfélagið tilkynnti nýverið að selja ætti öll hótel í eigu þess, sem hluti af hagræðingu.