Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,5% og lauk í 16.914,31, en þetta er fimmti viðskiptadagurinn í röð sem vísitalan hækkar, en jenið veiktist í dag og varð það til þess að bifreiða- og hátæknifyritæki hækkuðu.

Talið er líklegt að vísitalan fari yfir 17.000 stiga markið, svo lengi sem erlendir fjárfestar haldi áfram að fjárfesta í stórfyrirtækjum í kauphölluinni í Tókíó. Þó er talið að ávinniningur af þeim áfanga verði takmarkaður eftir að vísitalan hefur hækkað um 3% í þessari viku.

Honda hækkaðu um 1,2% og Sony um 1,6%. Japan Tobacco hækkaði um 3,1% eftir að fyrirtækið tilkynnti að tilboð hafi verið lagt fram í breska tóbasfyrirtækið Gallaher Group, en það yrði stærsta fjárfesting frá japönsku fyrirtæki á erlendri gruni.