Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 1% og lauk í 15.885,38.

Mikil kaup voru í kauphöllinni í Tókíó í dag, vístitalan hafði lækkað talsvert í síðustu viku og lækkaði jenið gagnvart Bandaríkjadalnum sem varð til þess að mikið var fjárfest í útflutningsfyrirtækjum á borð við Bridgestone og Tokyo Electron.

Sérfræðingar telja að vísitalan muni halda áfram að hækka í vikunni, en 13 vikna meðaltal vístitölunnar er 16170 og er talið að vísitalan fari ekki yfir það, nema að birting vísitölu neysluverðs í nóvember eða framleiðsluvísitölu í október verði til þess að vísitalan fari yfir meðaltalið.

Fjármálafyrirtækið Takashimaya hækkaði um 4%, Isetan um 3,4%, Aeon um 2,5%.

Sanyo Electric lækkaði um 5,6% í kjölfar birtingu ársuppgjörs sem var undir væntingum.