Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,4% í 16715,79 og hefur ekki verið hærri í fimm mánuði. Vísitalan hækkaði í kjölfar væntinga um aukinn hagnað útflutningsaðila og veikingar jensins gagnvart Bandaríkjadalnum, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar telja að vísitalan muni lækka aftur áður en japönsku fyrirtækin hefja birtingu afkomu sinnar á miðvikudaginn.

Hang Seng vísitalan lækkaði um 0,1% í 18092,21.

S&P/ASX 200 vísitalan hækkaði um 0,1% í 5310.

Vísitalan í Tævan lækkaði um 0,2% í 7025,78.

Kopsi vísitala Suður-Kóreu lækkaði um 0,3%.