Nikkei 225 vísitalan lækkaði um 0,5% í 16531,58.

Hang Seng vísitalan lækkaði um 0,5% í 17932,74. S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,1% í 5257,1. Taiwan vísitalan lækkaði um 1,2% í 6989,4 og Kopsi vísitala Suður-Kóreu lækkaði um 0,4% í 1345,6.

Auknar áhyggjur vegna ástandsins í Norður-Kóreu virðast hafa áhrif á markaði Asíu og áhyggjur vegna hægingar á hagvexti Bandaríkjanna hafa orðið til þess að fyrirtæki sem flytja þangað vörur hafa lækkað, sérstaklega Canon og Toyota Motor.