Hlutabréf í Asíu hækkuðu í dag vegna bjartsýni um að aðgerðir ríkisstjórna til lyfta hagkerfi heimsins upp úr kreppunni muni auka eftirspurn eftir hrávörum og fjárfestingavörum, að því er segir í frétt Bloomberg. Þessi vika hefur verið sú næstbesta á hlutabréfamörkuðum í Asíu í ár.

Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 1,1%, Hang Seng í Hong Kong um 2,2% og úrvalsvísitalan í Ástralíu um 4,1%. DJ Shanghai vísitalan í Kína lækkaði á hinn bóginn um 1,9%.