Markaðir í Asíu hækkuðu í dag um 2,4% mælt með DJ Asia-Pacific vísitölunni.

Þetta er fimmti dagurinn í röð sem bréfin hækka hækkunin að þessu sinni varð í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Bandaríkjanna um að kaupa 1000 milljarða dala virði af skuldabréfum. Að sögn Bloomberg glæddust vonir við þetta um að lægri lántökukostnaður muni enda fyrstu heimskreppuna eftir seinna stríð.

Hlutabréf í Evrópu hafa lyfst í fyrstu viðskiptum og er hækkunin um 0,6% í Bretlandi og Þýskalandi en 0,9% í Frakklandi.