Nikkei 225 vísitalan hækkaði um 0,6% í 16.444,8.

Hang Seng vísitalan lækkaði um 0,2% í 18.258,18.

S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,3% í 5352,9.

Vísitalan í Tævan hækkaði um 0,4% í 7021,32.

Kopsi vísitala Suður-Kóreu hækkaði um 0,6% í 1364,06.

Fjárfestar í Asíu héldu að sér höndum þar sem vænta er uppgjöra frá japönskum fyrirtækjum í vikunni og vegna blaðamannafundar Seðlabankastjórans, Toshihiko Fukui, sem verður í dag.

Seðlabankinn samþykkti í dag að stýrivextir yrðu óbreyttir og var það í samræmi við spár, en talið er að Toshihiko muni boða herta peningamálastefnu á næstunni á blaðamannafundinum.

Atvinnuleysi í Japan hefur aukist lítillega og mælist nú 4,2%.