Síðastliðið ár hefur vörukarfan hækkað mest hjá lágvöruverðsverslunum um 22% en strax á hæla þeim koma klukkuverslanir þar sem karfan hefur hækkað um 15 frá því í september í fyrra.

Hjá þjónustuverslununum hefur vörukarfan hækkað um 9–16% á tímabilinu.

Þetta kemur fram í nýrri verðlagsskýrslu ASÍ sem birt er á vef sambandsins.

Þegar verð í lágvöruverslunum er skoðað nánar segir ASÍ að verð í lágvöruverslunum hafi hækkaði mest fram eftir hausti 2008 en eftir það hægir nokkuð á hækkunum. Verð á vörukörfu ASÍ er mælt í fjórum lágvöruverðsverslanakeðjum, Bónus, Krónunni, Nettó og Kaskó.

Mesta hækkunin á vörukörfunni í lágvöruverðsverslunum frá því i september í fyrra er hjá Krónunni, 24%. Í Nettó og Kaskó hækkaði vörukarfan um 23% og í Bónus um 22%.

Í þremur stórmörkuðum, Hagkaupum, Nóatúni og Samkaupum]Úrval er mesta hækkunin hjá Samkaupum-Úrval þar sem vörukarfan hefur hækkar í heildina um 16% á liðnu ári.

Í Hagkaupum hefur karfan hækkað um 11% og minnst hefur vörukarfan hækkað í Nóatúni, um 9% frá því í september í fyrra.

Í þremur klukkubúðakeðjum, 10]11, 11]11 og Samkaupum]Strax (sem allar eru verslanir með langan opnunartíma) hefur vörukarfa ASÍ hækkað um 15% í Tíuellefu, 21% í Ellefu]ellefu og 23% í Samkaupum]Strax.

Sjá nánar skýrsluna á vef ASÍ.