Asísk hlutabréf hækkuðu duglega í verði í dag, en MSCI Asian Pacific vísitalan hækkaði um 4,3%, sem er mesta hækkun á einum degi síðan 4. mars 2002. Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um heil 5,3% og Nikkei 225 hækkaði um 4,1% í Japan.

Bloomberg fréttaveitan rekur hækkunina til þess að tilkynnt var um að hagvöxtur í Suður-Kóreu væri meiri en búist hafði verið við, auk frétta af fyrirætlunum Bandaríkjamanna um skattalækkanir á 117 milljón fjölskyldum.