*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Erlent 4. apríl 2016 09:17

Asísk hlutabréf hækkuðu í dag

Hlutabréfamarkaðir í Kína, Hong Kong og Taiwan voru lokaðir í dag.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Í morgunpósti Ifs í dag kemur fram að hlutabréf í Asíu hækka í dag yfir þriggja vikna lággildi. Samevrópska Stoxx 600 vísitalan hefur hækkað um 0,17 % það sem af er degi. 

Hlutabréfamarkaðir í Kína, Hong Kong og Taiwan voru lokaðir í dag vegna hátíðarhalda, annarsvegar vegna Qingming hátíðarinnar í Kína og hinsvegar dag barnana í Taiwan. Japanskir markaðir eru þó opnir og Nikkei vísitalan hækkaði um 0,25%.

FTSE hefur hækkað það sem af er degi sem og hlutabréfavísitölur í Danmörku og Svíþjóð.

Stikkorð: Kína Asía Taiwan Hlutabréf Kína HongKong