Asísk hlutabréf héldu áfram að hrapa í verði í dag, en Nikkei 225 vísitalan japanska lækkaði um 5,7% á viðskiptadeginum. Topix vísitalan, sem er nær til breiðari hóps fyrirtækja, lækkaði einnig um 5,7%.  Viðskiptadagurinn var sá versti hjá báðum vísitölum síðan daginn eftir hryðjuverkin 11. september 2001.

Nikkei hefur lækkað um 9,3% á síðustu tveimur dögum og Topix um 9,1%. Það er mesta tveggja daga lækkun vísitalnanna síðan 1990 og nam hún 39,2 billjónum jena, eða 24,5 billjónum íslenskra króna (24.500 milljörðum króna). Það er meira en tvisvar sinnum sú fjárhæð sem felst í boðuðum efnahagsaðgerðum George Bush, að því er segir í frétt Bloomberg.