Tölvuframleiðandinn Dell birti ársfjórðungsuppgjörið sitt í dag og ættu hluthafar ekki að gleðjast yfir afkomunni.

Hagnaður fyrirtækisins miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári minnkað um tæplega 47%, úr um 893 milljónum dollara í 475 milljónir dollara.

Tekjur fyrirtækisins minnkuðu um 11%. Sala til neytenda minnkaði um 23% sem er umtalsvert meiri rýrnun á sölu en sala til stórfyrirtækja sem minnkaði um 8%.

Þrátt fyrir þessa afkomu er fyrirtækið bjartsýnt á að sala fyrirtækisins muni batna á 4. ársfjórðungi en þá verða jólainnkaup fólks í hámarki. Samkeppni við asíska keppinaut sinn, Lenovo, hefur einnig verið að harðna og mun Dell einbeita sér frekar að fyrirtækjamarkaðnum í stað neytendamarkaðsins.