Hlutabréf tóku aðeins við sér í Asíu í dag þegar fjármálafyrirtæki og bílaframleiðendur hækkuðu í verði.

Væntingar til þess að bandaríska ríkisstjórnin komi efnahag landsins til hjálpar er talin helsta ástæða hækkun markaða í Asíu í dag.

MSCI Asia Pacific vísitalan hækkaði um 0,2% eftir að hafa lækkað um 1,2% í byrjun dags. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um 1% auk þess sem hækkun varð í Suður Kóreu um 1%.

„Það er ekki öll von úti enn, enn er von. Ef við fáum fleiri jákvæðar fréttir er ekki ólíklegt að markaðir fari almennilega í gang aftur," hafði Reuters eftir viðmælenda sínum í Japan.