Hlutabréfamarkaður í Asíu er heldur að rétta úr kútnum en gengi jensins var í tveggja mánaða lágmarki gagnvart Bandaríkjadal í gær.

Gengi hlutabréfa í Honda Motor Co. hefur ekki verið hærra í átta vikur en stór hluti af framleiðslu fyrirtækisins er seldur í Bandaríkjunum. Hlutabréf í BHP Billiton Ltd. og Inpex Holdings Ltd. féllu aftur á móti í verði.

Shenhua Energy, stærsti kolaframleiðandi í Kína, hóf sinn fyrsta dag á hlutabréfamarkaði í Shanghæ með látum en eftirspurn eftir hlutabréfum í fyrirtækinu var gríðarleg eða fyrir um 354 milljarðar dollarar.

Nikkei 225 vístalan hækkaði um 0,6 stig og stóð í 17,159,90 stigum við lokun markaðarins í gær.