Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir Askar Capital ekki hafa verið of hátt verðlagðan.

Þegar sænska fjármálafyrirtækið Moderna (áður Invik), sem er í eigu Milestone, keypti 82% hlut í Askar Capital af Milestone um áramótin síðustu var svokallað V/I hlutfall, þ.e. kaupverð deilt með eigin fé,um tveir en á sama tíma var V/I hlutfallið fyrir Straum-Burðarás um 1,05 sem táknar þá einfaldlega að hver króna í Askar Capital var þá metin nær tvöfalt hærra en hver króna í Straumi-Burðarási.

Í fjórðungsuppgjöri Moderna kemur fram að verðmatið á Askar Capital var framkvæmt af óháðu endurskoðunarfyrirtæki en ýmsum þykir þar hafa verið vel í lagt miðað við V/I hlutfall annarra fjármálafyrirtækja auk þess sem ekki er vitað um miklar duldar eignir í Askar. Eigið fé Askar Capital um áramótin síðustu var 10,5 milljarðar en þar af var þriðjungur eða 3,5 milljarðar færður til bókar sem viðskiptavild.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .