Samstæða Askar Capital tapaði nær 4,5 milljörðum í fyrra en langstærsta hluta tapsins má rekja til Avant sem tapaði tæpum 4 milljörðum. Vegna dóms Hæstaréttar er allt í óvissu um framtíð fjármögunarfyrirtækjanna, þ.m.t. Avant, sem er sjálfstætt dótturfélag og í 100% eigu Aska. Um leið má segja að líf Aska Capital hangi á bláþræði og ekki hægt að fullyrða að félagið uppfylli lágmarksskilyrði um eigið fé fjármálafyrirtækja.

Lánaði Avant á sjöunda milljarð

Vandinn liggur ekki síst í því að Askar eiga um sex milljarða króna kröfu á Avant og erfitt að segja til á þessu stigi hvort eða hversu mikils virði hún er. Eiginfjárstaða Aska var heldur tæp fyrir og félagið mátti í reynd ekki við meiri skakkakföllum svo það færi ekki niður fyrir lögboðið lágmark um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Heildareignir Aska Capital námu10,5 milljörðum króna í lok síðasta árs en af þeirri upphæð voru 6,6 milljarðar útlán innan samstæðu sem er að mestu eða nær öllu leyti lán Aska til dótturfélagsins Avant. Með dómi Hæstaréttar má því segja að um 66% af eignahlið Aska Capital sé í uppnámi, þ.e. krafan á Avant.

- Sjá nánar í Viðskiptablaðinu í dag