Askar Capital og indverska fyrirtækið Skil Group, skrifuðu undir samstarfssamning, á þriðjudag, í borginni Mumbai, sem áður nefndist Bombay. Sama dag opnaði Askar Capital skrifstofu í borginni.

Það voru þeir Haukur Harðarson stjórnarformaður og Tryggvi Þór Herbertsson forstjóri sem skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Askar Capital og Asog Nikhil Gandhi, stjórnarformaður Skil Group, fyrir hönd indverska fyrirtækisins. Viðstaddir undirskriftina voru meðal annars Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og aðrir í íslensku viðskiptasendinefndinni sem nú er stödd á Indlandi.

Samkvæmt blaðinu DNA, tilkynnti Askar Capital í gær að það ætlar sér að setja upp 500 milljóna bandaríkja dala fjárfestingarsjóð, jafnvirði um 31,5 milljarðar króna, sem mun einbeita sér að fjárfestingum í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Indlandi. Sjóðurinn verður fjármagnaður í samstarfi við Skil Group, en fyrirtækið hefur komið að mörgum helstu verkefnum í uppbyggingu innviða landsins síðan á tíundaáratug síðustu aldar.

Sjá baksíðu Viðskiptablaðsins.