Kröfuhafafundur hjá Askar Capital var haldinn á dögunum. Þorsteinn Einarsson, sem situr í slitastjórn Askar Capital, segir að á fundinum hafi verið fjallað um stöðu slitanna og undirbúning þess að fara að ljúka slitum

„Það er svo sem engin launung að það má vænta þess að slitum verði lokið fljótlega með því að félagið verði sett í gjaldþrot. Mér sýnist að það sé niðurstaðan,“ segir Þorsteinn.

Vænta megi þess að óskað verði gjaldþrotaskipta mjög fljótlega. Þorsteinn segir að vonandi muni greiðast 35-40% upp í samþykktar kröfur, en það er þó ekkert staðfest í þeim efnum að svo stöddu.

Eignasafn Seðlabanka Íslands er langstærsti kröfuhafinn í Askar Capital.