Bílaumboðið Askja þarf að veita öllu eigendum Mercedes-Benz bifreiða hér á landi viðgerðar- og varahlutaþjónustu óháð því hvar viðkomandi bifreiðar hafa verið keyptar eða hvernig þær voru fluttar til landsins.

Einnig er Öskju óheimilt að synja þeim sem þess óska um kaup á varahlutum og viðgerðarþjónustu nema ríkar málefnalegar ástæður séu forsenda sölusynjunarinnar.

Þá er Öskju óheimilt við sölu á viðgerðar- og varahlutaþjónustu að láta eigendur eða umráðamenn þeirra Mercedes-Benz bifreiða sem félagið hefur sjálft flutt inn (og/eða áður Ræsir) njóta annars verðs eða betri viðskiptakjara en aðrir viðskiptavinir myndu njóta í sams konar viðskiptum.

Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins en eftirlitið náði sátt við Ösku eftir að Askja keypti bílaumboðið Ræsi.

Að mati Samkeppniseftirlitsins fela kaupin í sér samruna í skilningi samkeppnislaga og fellur samruninn undir samrunaeftirlit þar sem veltuskilyrði eru uppfyllt.

Viðræður við samrunaaðila hafa leitt til þess að Askja hefur gengist undir sátt í málinu á grundvelli samkeppnislaga og reglna um málsmeðferð samkeppnisyfirvalda. Sáttin felur í sér skilyrði sem eru að mati Samkeppniseftirlitsins til þess fallin að eyða þeim samkeppnislegu vandamálum sem ella hefðu skapast með kaupunum.

Sjá nánar vef Samkeppniseftirlitsins.