Mánaðarlegir áskrifendur af streymisveitunni Spotify urðu 83 milljónir í júnílok en þeir voru um það bil 75 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins og eru nú orðnir tvöfalt fleiri en Apple notendurnir sem eru 40 milljónir.

Tekjuvöxtur minnkaði aftur á móti sökum nýju persónuverndarlöggjafarinnar, GDPR. Tekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 26%.

Streymisveitan Spotify sem kom fram á sjónarsviðið fyrir áratug síðan er talin vera ein helsta ástæðan fyrir bættum fjárhag tónlistaiðnaðarins.