*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 7. febrúar 2006 15:45

Áskrifendur að Eve Online komnir yfir 100.000

Ritstjórn

Áskrifendur að tölvuleiknum Eve Online eru nú komnir yfir 100.000 að því er kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Þar er haft eftir Magnúsi Bergssyni, framkvæmdastjóra félagsins, að vöxtur leiksins sé fyrst og fremst í Ameríku og Vestur-Evrópu en einnig hafi menn miklar væntingar til markaða í Kína.