Skoðun á helstu tekjupóstum prentmiðla um allan heim, sem gerð var á vegum alþjóðasamtaka útgefenda prentmiðla, er athyglisverð um margt og ekki alveg í takt við þá þróun, sem menn hafa horft upp á Vesturlöndum síðastliðin ár.

Helst er til þess að líta hvað blaðaáskriftir vega þungt í samanburði við auglýsingasölu. Þá er rétt að hafa í huga að af tíu útbreiddustu dagblöðum heims eru fjögur í Japan og fimm á Indlandi, þar sem markaðsaðstæður eru allt aðrar. Eins að þrátt fyrir að flest dagblöð haldi úti vel sóttum fréttavefjum, þá eru tekjur af þeim nánast hverfandi.