*

sunnudagur, 19. september 2021
Fólk 4. mars 2020 13:12

Áslaug Eir tímabundinn Fiskistofustjóri

Kristján Þór Júlíusson þarf að velja úr 19 umsóknum sem bárust um embætti Fiskistofustjóra.

Ritstjórn
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mun ráða æðsta yfirmann Fiskistofu eftir greinargerð hæfnisnefndar, en hann hefur skipað Áslaugu Eir Hólmgeirsdóttur, sjá mynd að neðan, í embættið til 30. apríl.

Áslaug Eir Hólmgeirsson hefur verið skipuð í embætti Fiskistofustjóra næstu tvo mánuði meðan hæfnisnefnd mun meta þær 19 umsóknir um embættið sem hafa borist eftir að Eyþór Björnsson sagði starfi sínu lausu til að taka við sem framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipar Áslaugu Eir í embættið, frá og með deginum í dag til 30. apríl 2020, en hann mun síðar taka ákvörðun um framtíðarskipun embættisins eftir greinargerð hæfnisnefndar. Áslaug Eir er ekki meðal umsækjenda, en hún hefur starfað hjá stofnuninni síðastliðin 12 ár, þar sem hún er í dag sviðstjóri, og staðgengill Fiskistofustjóra.

Umsækjendur um embætti Fiskistofustjóra eru:

 • Admir Mrati, verkamaður
 • Arnar Ágústsson, fyrsti stýrimaður
 • Arnljótur Bjarki Bergsson, sjávarútvegsfræðingur
 • Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
 • Bergur Elías Ágústsson, framkvæmdastjóri
 • Davíð Jónsson, sjávarútvegsfræðingur
 • Eyjólfur Vilberg Gunnarsson, forstöðumaður
 • Gísli Hrannar Sveinsson, stjórnunarfræðingur
 • Gunnar Hrafn Hall, sjómaður og verkfræðingur
 • Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur
 • Jóhann Friðberg Helgason, framkvæmdastjóri
 • Njáll Ragnarsson, sérfræðingur
 • Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri
 • Reinhard Reynisson, framkvæmdastjóri
 • Sigurður Jóhannesson, umhverfis- og auðlindafræðingur
 • Svavar Halldórsson, ráðgjafi
 • Svanhvít Pétursdóttir, viðskiptafræðingur
 • Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður
 • Dr. Ögmundur Knútsson, ráðgjafi