*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 27. maí 2013 14:04

Áslaug tekur sæti Hönnu Birnu

Júlíus Vífill, Kjartan, Þorbjörg Helga og Áslaug Friðriksdóttir taka við störfum Hönnu Birnu Kristjánsdóttir í borginni.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók á fundi flokksins í dag við formennsku í borgarstjórnarflokknum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hefur tekið við embætti innanríkisráðherra. Á sama fundi var ákveðið að Kjartan Magnússon borgarfulltrúi taki sæti Hönnu Birnu í borgarráði og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi tæki sæti í stjórn Faxaflóahafna.  Áslaug María Friðriksdóttir varaborgarfulltrúi mun svo síðar í sumar taka sæti Hönnu Birnu í borgarstjórn.

Hanna Birna segir í tilkynningu næstu mánuði skipta miklu enda gengið til kosninga um næstu borgarstjórn eftir tæpt ár.