Áslaug Thelma Einarsdóttir hefur tekið við starfi sviðsstjóra hjá verkfræðistofunni Mannviti. Áslaug mun stýra markaðs- og kynningarmálum félagsins ásamt innri þjónustu s.s. kerfisstjórn og eignaumsjón en á sviðinu starfa um 30 manns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mannvit.

Þar kemur fram að Áslaug Thelma brautskráðist með B.A próf í vinnusálfræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Arizona State University árið 2000 og starfaði um árabil hjá Icelandair Group sem forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála.

Áslaug er gift Einari Bárðarsyni, framkvæmdastjóra, og þau eiga tvö börn.