Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi og þingflokksformaður flokksins, ætlar ekki að bjóða sig fram í alþingiskosningunum í haust. Ásmundur tilkynnti á Facebook síðu sinni í gær að hann hefði greint frá ákvörðun sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Ásmundur Einar er átjándi sitjandi þingmaðurinn sem greinir frá því að hann hyggist ekki bjóða sig fram í komandi kosningum.

Var að koma af kjördæmisþingi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Þar tilkynnti ég að ég hyggðist ekki gefa kost á mér á framboðslista fyrir komandi kosningar. Síðustu ár hafa verið krefjandi og lærdómsríkur tími. Þakka fyrir gott samstarf við fjölmargautan þings og innan. Hlakka til framtíðarinnar

skrifaði Ásmundur Einar á Facebook síðu sína í gær.