Ásmundur Gíslason
Ásmundur Gíslason
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Bankamennirnir Ásmundur Gíslason og Bjarnólfur Lárusson hafa stofnað ráðgjafarfyrirtæki fyrir fyrirtæki og fjárfesta í húsnæði Sjávarklasans, en félag þeirra starfar  undir merkjum Eldjárns Capital.

Ásmundur starfaði frá árinu 2016 fram í september í fyrra sem fjármálasérfræðingur hjá Arion banka, en þar áður frá 2006 hjá Glitni banka, forvera Íslandsbanka, og svo hjá slitabúinu frá árinu 2006.

Bjarnólfur Lárusson
Bjarnólfur Lárusson
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Bjarnólfur hefur auk þess að starfa fyrir slitabú Glitnis frá nóvember 2009, og þar áður fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans frá 2004, verið eigandi bakarísins Passion í Reykjavík frá 2006.

Á linkedIn síðu nýja félagsins segjast þeir hlakka til að starfa með bæði nýjum og eldri viðskiptavinum:

„Okkar sérsvið er kaup og sala fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, lánamál fyrirtækja, fjárhagsleg endurskipulagning, samningagerð, verðmöt, greining fjárfestingatækifæra og rekstrarráðgjöf. Við erum til húsa í Sjávarklasanum, að Grandagarði 16 í Reykjavík.“

Ásmundur er með meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Århús háskóla og B.s gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Bjarnólfur er með próf í verðbréfaviðskiptum auk námskeiða í ábyrgð og árangri stjórnarmanna frá HR. Jafnframt er hann með bæði mestaragráðu í fjármála, fyrirtækja og verðbréfalögum og B.Sc. gráðu frá sama skóla í viðskiptum, markaðsfræðum.