Geir H. Haarde, forsætisráðherra hefur fengið Ásmund Stefánsson, ríkissáttasemjara til starfa til að „treysta yfirsýn og tryggja betur tengsl forsætisráðherra og ríkisstjórnarinnar og bæta samhæfingu þeirra mörgu sem að starfinu koma,“ eins og það er orðað í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Ásmundi er falið að hafa yfirumsjón með þeim margvíslegu starfshópum sem nú starfa og vera tengiliður á milli þeirra innbyrðis og gagnvart forsætisráðherra og ríkisstjórn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.